©Guðmundur Engilbertsson 2013
Orð af orði
  • Upphafssíða
  • Kynning
    • Umsagnir
    • Myndir
  • Grunnur
    • Kennslulíkan >
      • Námsferli >
        • Efniviður
        • Sundurgreining
        • Endurbirting
    • Heimildir og lesefni
    • Aðalnámskrá >
      • Skóli án aðgreiningar
      • Grunnþættir menntunar >
        • Læsi – sjálfbærni
        • Heilbrigði og velferð – sköpun
        • Lýðræði og mannréttindi – jafnrétti
  • Aðferðir
    • Samhengi aðferða
    • Nokkrar stakar aðferðir >
      • Orð dagsins
      • Orðhlutavinna
      • Orða- eða orðhlutavefur
      • Nýyrðasmíði
      • KVL
      • Spurningavefur
      • Krossglímur
      • Gagnvirkur lestur
      • Yndislestur
      • Hugtakagreining
      • Hugræn kortagerð
      • Orðaskjóður
      • Samræða til náms
  • Fyrirspurnir
​"Ég sá áhuga nemenda á orðum og orðaforða glæðast með hverjum degi eftir að ég fór
að vinna markvisst með verkefnið"

(Kennari í Eyjafirði)

"Verkefnið getur nýst í flestum námsgreinum til að byggja upp aukinn orðaforða nemenda"
(Kennari í Eyjafirði)


"Þessi verkfæri eiga eftir að auka áhuga á lestri og þ.a.l. auka lesskilning, orðaforða og færni í ritun"
(Kennarafundur í Kópavogi)

"Kennsluhugmyndirnar sem voru kynntar í upphafi virkuðu eins og vítamínsprauta
​og mér fannst kennararnir iða í skinninu að byrja á þessum nýjungum með nemendum sínum".
(Verkefnisstjóri í Reykjavík).

"Gögnin sem fylgja verkefnunum, fræðiefnið, kennsluhugmyndirnar, myndirnar og
æfingarnar eru algjörlega til fyrirmyndar. Algjör fjársjóður".
(Verkefnisstjóri í Reykjavík).

"Orð af orði finnst okkur afar gagnleg og áhugaverð aðferð og nemendum finnst
vinnan skemmtileg og þeir eru mjög virkir".
(Verkefnisstjóri á Akureyri).

"Ég sé ekki betur en að kennsluaðferðir Orðs af orði séu að verða fastir liðir hjá

 kennurum bæði í tungumálakennslu og í þungum bóklegum greinum".
(Verkefnisstjóri í Reykjavík). 

"Við sjáum fyrir okkur að Orð af orði aðferðirnar verði ríkjandi kennsluhættir
- framtíðarverkefni sem á mjög vel við nýja aðalnámskrá".
(Kennarafundur í skóla í Reykjavík). 

 "Þróunarverkefnið stuðlaði að fjölbreytni, betri námsárangri og aukinni félagsfærni".
(Skólastjóri í Reykjavík).

"Í heild má segja að þetta þróunarverkefni hafi haft mikil og góð áhrif á skólastarfið".
(Skólastjóri í Kópavogi).
    
"Verkefnið hefur jákvæð áhrif á viðhorf nemenda til verkefna og eflir áhuga þeirra mun
 meira en útfyllingarbækur hafa gert".
(Sjálfsmatshópur í Reykjavík).

"Verkefnið kallar á töluverða endurskipulagningu á kennsluháttum sem hefur verið svolítið
erfitt en mjög mikilvægt engu að síður".
(Kennari í Reykajvík)

"Maður hefur fengið meiri tilfinningu fyrir áhrifum tungumálsins í hinum ýmsu námsgreinum".
(Sjálfsmatshópur í Kópavogi).


​"Skólapúlsinn sýnir að ánægja nemenda á unglingastigi með lestur hefur aukist verulega eftir að
við byrjuðum í verkefninu. Það sést líka á bókaútlánum".
(Skólastjóri í Kópavogi).

"Það var gaman að sjá nemendur á unglingastigi grípa í bók sér til skemmtunar í hverri lausri stund".
(Skólastjóri á Snæfellsnesi). 

"Þetta er besta endurmenntun sem ég hef haft síðan ég útskrifaðist úr kennaranámi".
(Kennari á Akranesi).
 
Powered by Create your own unique website with customizable templates.