Sundurgreining - djúpnámÁ öðru stigi líkansins er myndin sem dregin var upp í byrjun víkkuð en ekki síður dýpkuð. Nýtt efni er skoðað ofan í kjölinn og greint, ný orð og hugtök skoðuð og aðalatriðin síðan dregin saman. Heildarmyndin er dýpkuð og skýrð frekar á þessu stigi og því næsta.
Um er að ræða dúpnám (deep literacy learning). Aðferðir verkefnis eru notaðar til að brjóta efnið til mergjar, greina það, kortleggja, flokka o.s.frv. |
Stuðningur kennara við námiðStuðningur kennara felst í fyrstu í því að kenna aðferðir Orðs af orði, miðla upplýsingum og veita nemendum leiðsögn við nám og vinnulag í námi. Þegar nemendur hafa náð góðum tökum á vinnubrögðum felst stuðningur kennara í að gefa þeim tíma og svigrúm til að nota aðferðirnar, þjálfa sig stig af
stigi, efla námsvitund sína og sjálfstæði í námi, hvetja þá til greinandi hugsunar og veita þeim áframhaldandi stuðning við námið. Hér er líka mikilvægt að benda á að efnið sem nemendur læra er hluti af merkingarbærri heild (samhengi) en er ekki brotakenndur fróðleikur. |