SamræðaMeð samræðu til náms er átt við skipulega og markvissa samræðu sem lýtur ákveðnum lögmálum og gerir því kröfur til þeirra sem taka þátt. Með samræðunni aga þátttakendur hugsun sína, setja hana fram á greinandi hátt og fá markvissa endurgjöf á hana — sem og samræðu sem skerpir hana og setur í víðara samhengi. Samræðan gegnir m.a. mikilvægu hlutverki endurbirtingar, þ.e. skapar nemendum vettvang til að ræða námið, nota lykilorðaforða hverju sinni og viðeigandi orðræðu um efnið. Hún dregur fram samhengi hlutanna og dýpkar skilning á námsefninu. Í eðli sínu kallar samræða á þátttöku annarra og dregur fram ólík sjónarmið umfram t.d. ritun sem oftar er hugverk eins.
Rannsóknir sýna að samræður eru mjög árangursríkar í námi (Hattie, 2009; Visible Learning Meta, 2024); almennar samræður á stigi djúpnáms, t.d. bekkjarsamræður, og rökræður á stigi yfirfærslunáms, t.d. Sókrátísk samræða (Fisher, Frey og Hattie, 2016, 2017). |
SamræðuaðferðirTil eru margs konar þekktar samræðuaðferðir, s.s. sókratísk samræða (socratic method/seminar) og ábyrg samræða (accountable talk) en slík samræða er ein lykilaðferða í Orði af orði. Í bókinni Gæði kennslu: Námstækifæri fyrir alla er ágætur kafli um samræðumiðaða kennslu og hvernig hún stuðlar að árangri nemenda og áhuga í námi.
|