Samhengi - námsferliOrð af orði felur í sér hugsun um orðakennslu til langs tíma. Stefnt er að því að efla sem best málumhverfið í skólanum, orða- og hugtakakennslu, samvinnu, samræðu, lestur, fjölbreytilega og læsistengda námstækni og námsvitund (m.a. málvitund, orðvitund og orðhlutavitund).
Aðferðirnar eru fjölmargar og virðast í fljótu bragði vera laustengdar en þær má þó oftast nota víðast hvar í námsferlinu, allt frá upphafi til loka. Þær má nota hverja fyrir sig eða í samhengi. Þótt þær séu ólíkar, toga þær í sömu átt, hvort sem þær heita orðhlutavinna, hugtakagreining eða yndislestur; í átt að betra læsi og námsárangri. |