Endurbirting og samþætting - yfirfærslunámÁ þriðja stigi líkansins er komið að endurbirtingu, að rifja upp, draga efnið saman, vinna úr því, byggja upp og skapa þannig heildstæða mynd af því. Endurbirtingin og úrvinnslan þarf að vera fjölbreytt og tíð til að nemendur öðlist gott vald á efninu, viðeigandi orða- og hugtakaforða, sem og orðræðu til að geta miðlað þekkingu sinni og hugsun til annarra.
Markmiðið er ekki aðeins að nemendur geri sér góða grein fyrir efninu heldur geti yfirfært þekkingu sína, nýtt á greinandi en ekki síður skapandi hátt (hugsmíði, merkingarsköpun) Um er að ræða yfirfærslunám (transfer literacy learning) Aðferðir verkefnis eru notaðar til að draga fram heildstæða mynd af efninu og hagnýta þekkinguna á nýjan og skapandi hátt. Fjölbreytileg endurbirting stuðlar að varanlegri, virkri og skapandi þekkingu. |
Stuðningur kennara við námiðStuðningur kennara felst í því að hvetja nemendur til að draga upp heildstæða mynd af efninu, leggja áherslu á lykilatriði, tryggja tíma til fjölbreyttrar endurbirtingar sem felur m.a. í sér ígrundun og umræðu um þýðingu efnisins, djúpan skilning á því og hæfni til að yfirfærsla efnið - nýta á skapandi hátt.
Á þessu stigi á nemandi að geta nýtt sér þekkinguna til fjölbreytilegrar merkingarsköpunar. |