Hugræn kortagerðÍ huganum búum við sífellt til kort, flokkum upplýsingar og þekkingu og röðum á skipulegan hátt. Við getum oft án mikillar fyrirhafnar kallað fram kort í huganum í orðum eða á myndrænan hátt. Sumir sjá t.d. fyrir sér vanalega ferð um verslun þegar þeir skrifa innkaupalista og skrá jafnóðum niður það sem þeir ætla að kaupa frekar en að líta í ískápinn og athuga hvað vantar!
Hugræn kortagerð er tækni sem felur í sér að skrá þekkingu á myndrænan og rökréttan hátt. Yfirleitt fela kortin í sér skýringar- eða útlínumyndir og merkingarlegt inntak. Með kortagerðinni er reynt að lýsa tenglsum efnis, hugmynda eða hugtaka á rökréttan og myndrænan hátt. Hugræn kort eru nefnd ýmsum nöfnum, s.s. hugtakakort, hugarkort, merkingarfræðileg kort, þekkingarkort, orðvefir, orðablóm, tengslakort, vefkort, kerfiskort, klasakort, atburðakort, hugstormunarkort o.fl. |
Kort geta verið yrt eða óyrt, tákn eða myndir - geta falið í sér orð, hugtök, setningar, myndir og tákn og hugræna kortagerð má nýta á árangursríkan hátt í námi og kennslu (Fisher, 2005; Fisher, Frey og Hattie, 2016; Hattie, 2009; Nesbit og Adesope, 2006). Helsti styrkur hugrænna korta, einkum hugtakakorta, liggur í möguleikum nemenda til að hugtakamynda, flokka og vinna með hugtök og tengsl þeirra innbyrðis. Einnig er hin sýnilega framsetning mikilvæg vegna þess að nemendur geta séð hvernig hugmyndir tengjast innbyrðis og hvernig þær mynda heildarmynd. Vegna þess hve kort eru gagnsæ reynist kennurum auðvelt að greina og vinna með skilning nemenda á námsefni, dýpka hann og leiðrétta misskilning sem kemur upp. Kortin sýna glöggt skilning nemenda á námsefni og kortagerðin sjálf er námsferli. Nemandinn lærir þegar hann kortleggur. Frekari umfjöllun um hugræna kortagerð má finna hér. |
Dæmi um hugræn kort
Á myndinni hér til hliðar hafa nemendur í 3. bekk útbúið afar myndrænt hugtakakort um tré.
Kortið er sambland af mynd og orðum - þar er gerð margs konar grein fyrir trjám, hvaða hugtök eru notuð til að lýsa þeim (t.d. stofn, króna, börkur ...), hvernig greina megi aldur þeirra, hvar þau er að finna o.s.frv.
Kortið er sambland af mynd og orðum - þar er gerð margs konar grein fyrir trjám, hvaða hugtök eru notuð til að lýsa þeim (t.d. stofn, króna, börkur ...), hvernig greina megi aldur þeirra, hvar þau er að finna o.s.frv.
Listasaga - straumar og stefnur
Hér er býsna gott kort - litið yfir listasögu, strauma og stefnur og verk sem tengjast hverju tímabili - eru lýsandi fyrir tímabilið sjálft.
Kortagerðin nýtist vel til að skrá upplýsingar og setja þær í ríkulegt samhengi - í þessu tilfelli er um ferli eða tímabil að ræða þar sem straumar og stefnur koma og fara, sækja m.a. innblástur í fyrri tímabil.
Kortagerðin nýtist vel til að skrá upplýsingar og setja þær í ríkulegt samhengi - í þessu tilfelli er um ferli eða tímabil að ræða þar sem straumar og stefnur koma og fara, sækja m.a. innblástur í fyrri tímabil.
Hollusta - nokkrir lykilþættir kortlagðir
Á myndinni hér til hliðar er búið að aðgreina nokkra hollustuþætti, flokka og skrá eftir því sem við á.
Þetta er gott dæmi um yfirlitskort, það mætti hugsa sér að kortleggja margs konar námsefni á sambærilegan hátt, t.d. Evróu, mannslíkamann, trúarbrögð, sjálfbærni o.s.frv.
Þetta er gott dæmi um yfirlitskort, það mætti hugsa sér að kortleggja margs konar námsefni á sambærilegan hátt, t.d. Evróu, mannslíkamann, trúarbrögð, sjálfbærni o.s.frv.
Mannslíkaminn - blóðrásin
Hér til hliðar er hugarkort nemenda í 10. bekk en markmið þeirra var að skrá helstu atriði er varða blóðrásina.
Þetta er vel hannað kort. Nemendur nota hugtök, setningar og myndir á afar skipulegan hátt. Í raun er um mjög viðamikinn "texta" að ræða þótt hann sé ekki í hefðbundnu textaformi.
Þetta er vel hannað kort. Nemendur nota hugtök, setningar og myndir á afar skipulegan hátt. Í raun er um mjög viðamikinn "texta" að ræða þótt hann sé ekki í hefðbundnu textaformi.