©Guðmundur Engilbertsson 2013
Orð af orði
  • Upphafssíða
  • Kynning
    • Umsagnir
    • Myndir
  • Grunnur
    • Kennslulíkan >
      • Námsferli >
        • Efniviður
        • Sundurgreining
        • Endurbirting
    • Heimildir og lesefni
    • Aðalnámskrá >
      • Skóli án aðgreiningar
      • Grunnþættir menntunar >
        • Læsi – sjálfbærni
        • Heilbrigði og velferð – sköpun
        • Lýðræði og mannréttindi – jafnrétti
  • Aðferðir
    • Samhengi aðferða
    • Nokkrar stakar aðferðir >
      • Orð dagsins
      • Orðhlutavinna
      • Orða- eða orðhlutavefur
      • Nýyrðasmíði
      • KVL
      • Spurningavefur
      • Krossglímur
      • Gagnvirkur lestur
      • Yndislestur
      • Hugtakagreining
      • Hugræn kortagerð
      • Orðaskjóður
      • Samræða til náms
  • Fyrirspurnir

Lýðræði og mannréttindi

Aukið vald á máli, aukið sjálfstraust til að miðla hugsun sinni og virkari þátttaka í umræðu og samræðu við aðra eru þættir sem geta stuðlað að því að nemendur verði virkari þátttakendur í lýðræði.

Jafnrétti

Erlendar rannsóknir hafa sýnt mikinn mun á orðaforða, námsárangri og velferð eftir bakgrunni eða félags- og efnahagslegum aðstæðum. Börn sem alast upp við erfiðar aðstæður eiga oft fyrir höndum þrautagöngu á leið til læsis. Fræðimenn hafa því talið mjög aðkallandi að jafna stöðu nemenda með markvissri lestrar-, lesskilnings- og tungumálakennslu. Talið er að það stuðli að meira jafnrétti fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn. Kennarar í Orði af orði hafa sagt að nemendur sýni vinnubrögðum í kennslufræðinni mikinn áhuga, að sumar aðferðanna henti drengjum mjög vel, að sumar aðferðanna virki jafnvel eins og segull fyrir nemendur með ofvirkni og að nemendur séu virkari og meira skapandi í vinnu þar sem aðferðir í verkefninu eru notaðar í stað annarra og "hefðbundnari" vinnubragða. Sérkennarar og nýbúakennarar hafa sagt að aðferðir í Orði af orði nýtist vel í kennslu og komi vel til móts við stöðu og þarfir nemenda. Í rannsókn á afmörkuðum hluta Orðs af orði kennslufræðinnar sýndu niðurstöður að nemendur sem tóku þátt í verkefninu bættu stöðu sína á stöðluðu orðaforðaprófi burtséð frá kyni eða upphafsárangri. Álykta má af ofangreindum forsendum að Orð af orði geti vel stutt við jafnrétti.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.