Grunnnám - efniviðurÁ fyrsta stigi líkansins er efnisþáttur tekinn til umfjöllunar, merking skoðuð í víðu ljósi, út frá samhengi og reynslu nemenda. Á þeim grunni er dregin upp heildarmynd og á henni er byggt. Nemendur kynna sér efnið frekar með upplýsingaleit, lestri og samræðu, myndefni eða vettvangsathugun.
Um er að ræða grunn- eða yfirborðsnám (surface literacy learning) Aðferðir í Orði af orði eru notaðar til að draga upp heildstæða mynd af efniviðnum, forþekkingu nemenda og væntingum – og að vinna svo frekar úr nýjum upplýsingum á öðru og þriðja stigi líkansins. Hér gera nemendur sér grein fyrir hvað þeir vita um efnið og hvert stefnt er, færast svo af svæði raunverulegs þroska inn á svæði mögulegs þroska með stuðningi. |
Stuðningur kennara við námiðStuðningur kennara felst einkum í að vekja máls á
efni og kynna það vel, lýsa því, tengja við veruleika, forþekkingu og reynslu nemenda. Stuðningurinn felst í að skapa umræðu og væntingar, fá nemendur til að tjá sig um reynslu sína og forþekkingu, kynna lykilhugtök ef þau eru framandi og tryggja að nauðsynlegur efniviður til náms sé aðgengilegur. Nemendur afla sér grunnupplýsinga og byggja síðar ofan á þann grunn, dýpka og endurbirta. |