Heilbrigði og velferðAukinn orðaforði og vald á máli getur eflt leikni nemenda í samskiptum og námi. Líklegt er að það auki við sjálfstraust og stuðli að góðri sjálfsmynd og því er auðvelt að tengja Orð af orði við heilbrigði og velferð. Skólapúlsinn sem mælir viðhorf nemenda til þátta í skólastarfi mælir m.a. viðhorf til lesturs og sýna mælingar að ánægja nemenda af lestri eykst verulega í skóla sem notar Orði af orði kennslufræðina. Bókaútlán aukast verulega, jafnvel tvöfaldast eða þrefaldast. Færa má rök fyrir því að aukinn lestur og aukin ánægja með jafn mikilvægan þátt og lestur geti aukið heilbrigði og velferð.
|
SköpunÍ Orði af orði er unnið á skapandi hátt með orð, hugtök og efnivið. Sýnileg, myndræn og rökleg framsetning afurða úr námsvinnunni er höfð að leiðarljósi. Unnið er með orðaforða á skapandi hátt, s.s. með umræðu, orðavinnu, ritun og nýyrðasmíði. Námsferli í Orði af orði er skipt í þrjú stig þar sem efni er kynnt, skoðað og sett í samhengi (fyrsta stig), sundurgreint, rannsakað og krufið (annað stig) og endurbirt eða enduruppbyggt (þriðja stig). Hvatt er til greinandi og skapandi endurbirtingar sem sýni gott vald nemenda á efninu. Nýyrðasmíð er hluti af orða- og orðhlutavinnu. Orð af orði tengist því mjög vel sköpun.
|