Orða- eða orðhlutavefur
Orða- eða orðhlutavefur felur í sér vinnu með stök orð eða orðhluta. Á myndinni hér til vinstri er dæmi um orðhlutavef. Hann er ekki ósvipaður spurningavef í formi, eða að inntaki þeim hluta í orði dagsins, þar sem orði er skipt í orðhluta og aðrir orðhlutar eða orð tengd við orðið eða orðhlutann.
Þessi aðferð er góð þegar ekki á að taka orð dagsins „alla leið“ heldur fjalla markvisst um tiltekinn þátt, merkingu orðhluta, t.d. forskeyta.
Í slíkri vinnu er gott að hafa í huga hljóðskipti eða hljóðvörp og því ætti að gæta þess að þau komi fram í vinnunni (t.d. orð-yrð, for-fyr, mál-mæl, far-fór-fer-fær).
Í vinnunni er einnig mikilvægt að gefa merkingu orða og orðhluta (sem getur verið einsleit eða fjölbreytileg) góðan gaum og að það er ekki að ástæðulausu sem orði eða orðhluta er skeytt saman við önnur orð eða aðra orðhluta.
Þessi aðferð er góð þegar ekki á að taka orð dagsins „alla leið“ heldur fjalla markvisst um tiltekinn þátt, merkingu orðhluta, t.d. forskeyta.
Í slíkri vinnu er gott að hafa í huga hljóðskipti eða hljóðvörp og því ætti að gæta þess að þau komi fram í vinnunni (t.d. orð-yrð, for-fyr, mál-mæl, far-fór-fer-fær).
Í vinnunni er einnig mikilvægt að gefa merkingu orða og orðhluta (sem getur verið einsleit eða fjölbreytileg) góðan gaum og að það er ekki að ástæðulausu sem orði eða orðhluta er skeytt saman við önnur orð eða aðra orðhluta.