Spurningavefur
Hér til hliðar er dæmi um spurningu og spurningavef. Spurningavefinn má nota á svipaðan hátt og KVL aðferðina, einkum K (hvað kann ég) og V (hvað vil ég vita) en þannig er hægt að safna margs konar upplýsingum til að vinna frekar úr, ekki síst greina forþekkingu nemenda og væntingar til náms. Í fyrstu má skrifa hvað sem er en þó er skynsamlegt að temja sér að flokka upplýsingar eftir því hvort þær tilheyra t.d. samgöngum, menningu, fæðuöflun eða öðrum nytjum. Að lokinni hugstormun þegar búið er að draga fram marga þætti er æskilegt (eins og í KVL) að draga saman það sem er mikilvægast að mati nemenda og kennara (forgangsraða) og flokka (ef það hefur ekki verið gert jafnóðum).
Aðferðin er gagnleg til að sækja (m.a. í minni) upplýsingar, halda utan um þær, flokka og forgangsraða. Í kjölfarið mætti t.d. ræða um efnisatriðin og hugtökin, skýra þau ef með þarf, læra meira um þau, setja upp í krossglímu eða hugtakakort, jafnvel nýta í samræður og ritun. Spurningavefur er aðferð sem nýtist einna best á fyrsta stigi líkans Orðs af orði en er þó hægt að nota á öllum stigum þess.
Aðferðin er gagnleg til að sækja (m.a. í minni) upplýsingar, halda utan um þær, flokka og forgangsraða. Í kjölfarið mætti t.d. ræða um efnisatriðin og hugtökin, skýra þau ef með þarf, læra meira um þau, setja upp í krossglímu eða hugtakakort, jafnvel nýta í samræður og ritun. Spurningavefur er aðferð sem nýtist einna best á fyrsta stigi líkans Orðs af orði en er þó hægt að nota á öllum stigum þess.