Orðhlutar og orðasmíð
Hér er dæmi um orðhlutavinnu. Orðhlutar eru tengdir saman í merkingarbær orð – annað hvort orð sem eru þekkt eða óþekkt. Mörg áhugaverð nýyrði hafa skapast í þessari vinnu og hana má hæglega flétta við réttritunar-, málfræði og skriftarkennslu á yngsta stigi og miðstigi.
Orðhlutar eru smæstu merkingarbæru einingar í íslensku. Þeir geta t.d. verið rætur, viðskeyti, forskeyti, endingar – geta verið sjálfstæðir eða óháðir öðrum (inntaksorð) eða ósjálfstæðir og háðir öðrum (kerfisorð).
Þess má geta að orð og hugtök eru oft smíðuð úr orðhlutum og eru þá gjarnan "gagnsæ" en þá gefur samsetningin til kynna merkingu orðsins.
Orðhlutar eru smæstu merkingarbæru einingar í íslensku. Þeir geta t.d. verið rætur, viðskeyti, forskeyti, endingar – geta verið sjálfstæðir eða óháðir öðrum (inntaksorð) eða ósjálfstæðir og háðir öðrum (kerfisorð).
Þess má geta að orð og hugtök eru oft smíðuð úr orðhlutum og eru þá gjarnan "gagnsæ" en þá gefur samsetningin til kynna merkingu orðsins.
Nýtt ljóð skapað úr efnivið annars
Hér er gott dæmi um hugvitssemi nemanda í 4. bekk en hann býr til nýtt ljóð með því að vinna úr efnivið annars ljóðs sem hann þekkir ekki.
Galdurinn er að horfa á orðin og koma auga á eitthvert samspil sem verður að samhengi og heild eftir því sem greinandi og skapandi hugsun leyfir og útheimtir.
Hér getur nemandinn bætt við orðhlutum ef hann vill til að ljá hugsun sinni frekar lið. Hér hefur nemanda tekist að búa til mjög áhugavert samhengi ... "ég brýt heilann í hélugráum ís"! í merkingunni að vera ekki með á nótunum, alveg frosin/n!
Galdurinn er að horfa á orðin og koma auga á eitthvert samspil sem verður að samhengi og heild eftir því sem greinandi og skapandi hugsun leyfir og útheimtir.
Hér getur nemandinn bætt við orðhlutum ef hann vill til að ljá hugsun sinni frekar lið. Hér hefur nemanda tekist að búa til mjög áhugavert samhengi ... "ég brýt heilann í hélugráum ís"! í merkingunni að vera ekki með á nótunum, alveg frosin/n!
Kortlagning - myndrænt og rökrétt form
Hér undirbýr nemandi kjörbókarritgerð. Kortið hjálpar honum að sjá verkið sem heild, hvern þátt þess en ekki síður samhengi þáttanna. Hér myndast í rauninni efnisyfirlit og þar með skýr mynd í huga höfundar.
Kortagerð nýtist afskaplega vel sem leið til að gera grein fyrir þekkingu sinni, til að greina aðalatriði í flóknum texta, til að halda þræði við hugstormun og sem glósutækni.
Aðferðina má nota á öllum stigum námsferlisins.
Kortagerð nýtist afskaplega vel sem leið til að gera grein fyrir þekkingu sinni, til að greina aðalatriði í flóknum texta, til að halda þræði við hugstormun og sem glósutækni.
Aðferðina má nota á öllum stigum námsferlisins.
Orð dagsins - sundurgreining
Hér hefur kennari, með nemendum, gaumgæft orð úr náttúrufræði og skoðað það út frá ýmsum hliðum. Hér er "aðferðin" á kennslustigi en markmiðið er að nemendur öðlist sjálfstæða færni til að rýna með þessum hætti í orð - kannski ekki alla þessa þætti, en einhverja, t.d. merkingu og tengsl orðs við önnur orð, t.d. í náttúrufræði, og temji sér að ræða um orðið/hugtakið í samhengi en það stuðlar að betra valdi á efninu í heild.
Hér er samþætting við íslensku – málfræðileg staða orðsins er skoðuð, því skipt í orðhluta, tengsl orðhlutanna við aðra orðhluta skoðuð og hvernig þeir tengjast t.d. orðasamböndum.
Þarna er líka brugðið á leik, búin til orð úr stöfum orðsins.
Hér er samþætting við íslensku – málfræðileg staða orðsins er skoðuð, því skipt í orðhluta, tengsl orðhlutanna við aðra orðhluta skoðuð og hvernig þeir tengjast t.d. orðasamböndum.
Þarna er líka brugðið á leik, búin til orð úr stöfum orðsins.
Nýyrðasmíði byggð á orðinu kærleik
Hér verða til skemmtileg nýyrði út frá orðinu kærleikur, m.a. orðið leikær sem merkir að leika sér með látum, orðið leikkær sem óþarfi er að skýra, orðið æruleikur sem er leikur sem getur endað illa og orðið keyrær en keyrærum manni er ekki treystandi undir stýri!
Þetta er afrakstur vinnu á unglingastigi og markmiðið er að rýna í merkingu orða með því að skoða samsetningu þeirra og hugsanlegt samhengi. Slík vinna eflir orðvitund og í kjölfarið ritháttarvitund og gæti skilað mun betri árangri en "hefðbundin" réttritunarkennsla. Vinna af þessu tagi eflir vitund um að merkingu orða megi rekja til samsetningar þeirra en svo virðist sem mörg börn skorti slíka vitund. Orð eins og fjölgyðistrúarhugmyndir segir sig t.d. nánast sjálft - þar ætti ekki að þurfa að hvá við!
Þetta er afrakstur vinnu á unglingastigi og markmiðið er að rýna í merkingu orða með því að skoða samsetningu þeirra og hugsanlegt samhengi. Slík vinna eflir orðvitund og í kjölfarið ritháttarvitund og gæti skilað mun betri árangri en "hefðbundin" réttritunarkennsla. Vinna af þessu tagi eflir vitund um að merkingu orða megi rekja til samsetningar þeirra en svo virðist sem mörg börn skorti slíka vitund. Orð eins og fjölgyðistrúarhugmyndir segir sig t.d. nánast sjálft - þar ætti ekki að þurfa að hvá við!
Krossglímur
Hér er sýnishorn úr vinnu nemenda á yngsta stigi. Aðferðin nefnist krossglíma. Nemendur vinna með lykilhugtak sem þeir skrifa upp (lóðrétt) og fella inn í það (lárétt) setningar eða orð sem tengjast lykilorðinu. Þar með hefur nemandinn dregið saman lykilatriði, getur rætt um hugtakið út frá þeim, búið til hugtakakort eða skýrslu o.s.frv.
Margir nemendur hafa komist upp á lag með að nýta aðferðina til að draga fram aðalatriði úr námsefni, t.d. í samfélags- og náttúrufræði. Einnig hafa nemendur notað aðferðina sem sína helstu glósutækni.
Aðferðin nýtist nemendum á öllum aldri, er einföld og auðskiljanleg. Hana má nýta hvar sem er í námsferlinu, hvort sem er í upphafi þess þegar efni er kynnt, sett í samhengi og tengt við reynslu nemenda, þegar nemendur sundurgreina nýtt námsefni eða þegar að samantekt, endurbirtingu og upprifjun kemur í lok námsferlisins.
Margir nemendur hafa komist upp á lag með að nýta aðferðina til að draga fram aðalatriði úr námsefni, t.d. í samfélags- og náttúrufræði. Einnig hafa nemendur notað aðferðina sem sína helstu glósutækni.
Aðferðin nýtist nemendum á öllum aldri, er einföld og auðskiljanleg. Hana má nýta hvar sem er í námsferlinu, hvort sem er í upphafi þess þegar efni er kynnt, sett í samhengi og tengt við reynslu nemenda, þegar nemendur sundurgreina nýtt námsefni eða þegar að samantekt, endurbirtingu og upprifjun kemur í lok námsferlisins.