Flokkun aðferðaBein kennslaÍ beinni kennslu er áhersla lögð á skilgreiningar og útskýringar á orðum sem nemendur eiga að læra. Oftast er um lykilorð úr námsefni að ræða, fyrir, eftir eða á meðan á úrvinnslu þess stendur. Einkum er unnið með lykilorð sem eru nauðsynleg til þess að nemendur skilji námsefni sitt, hagnýt orð sem koma oft fyrir í fjölbreytilegu námsefni og orð sem auka yfirsýn og skilning á námsefninu eða orð og hugtök sem eru skyldrar merkingar og skerpa þannig betur skilning á þeim orðaforða sem unnið er með (Fisher o.fl., 2016).
Óbein kennslaÓbein kennsla felur í sér skipulag námsumhverfis þar sem lestur, hlustun, samræður og ritun eru í forgrunni. Kennari hlutast til um skipulag náms, hvað hann les fyrir nemendur og nemendur leita sér upplýsinga um, lesa, ræða og læra o.s.frv., og þar með hvers konar orðaforði birtist þeim helst. Þegar orðaforðinn kemur fyrir mótast skilningur nemenda og þeir tileinka sér orðaforðann óbeint.
|
HæfniaðferðirHæfniaðferðir fela í sér áherslu á hæfni, þjálfun og sjálfvirkni í tengslum við orðavinnu. Kennarar kenna nemendum aðferðir sem stuðla að aukinni hæfni þeirra við að greina merkingu orða, m.a. með því að horfa á samsetningu þeirra og nota vísbendingar í samhengi þeirra sem nýtast þeim til að greina merkingu orða (Blachowicz og Fisher, 2015).
TengingaraðferðirTengingaraðferðir snúast um að mynda tengsl milli þess sem nemendur þekkja og vita fyrir og þess nýja sem þeir þekkja ekki. Tengslin geta verið rökleg, merkingarleg eða tengd samhengi og það að gera merkingu og tengsl orða sem sýnilegust styrkir orðaforðann. Þegar unnið er með tengd orð á þann hátt dýpkar það orðanámið (Bear, 2019).
MargmiðlunaraðferðirMargmiðlunaraðferðir fela í sér fjölbreytilegar leiðir til að vinna með orð og texta. Sem dæmi má nefna miðlun sem beinist að merkingarlegum tengslum orða og myndræna eða grafíska framsetningu, til dæmis með myndum, gröfum og merkingarlegum kortum, svo sem hugar- og hugtakakortum. Margmiðlunaraðferðir geta einnig falist í að túlka merkingu orða og hugtaka með hreyfingu eða hljóði. Einnig má nota forritunarmál til að búa t.d. til myndskeið sem túlka merkingu orða.
|